Fréttir

Ölfusborgir – Ný endurbætt – stækkun

19 sep. 2014

Orlofshús FBM og FMA nr. 13 í Ölfusborgum hefur gengið í gegnum miklar endurbætur og verið endurnýjað að innan. Jafnframt er komin sólstofa við húsið og stærri sólpallur.

Húsið var leigt út í sumar en breytingarnar utanhúss kláruðust að fullu nú í september.

Í húsinu eru nú tvö svefnherbergi með rúmum í fullri stærð og tvíbreið ásamt því að koja er í öðru herberginu. Þannig eru áfram svefnstæði fyrir 6 manns. Þá hefur sólstofan sem er stækkun um 12 m2 á húsinu veruleg aukin þægindi í för með sér.

FBM hvetur félagsmenn til að nýta þennan huggulega orlofskost sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga en félagið hefur átt húsið í Ölfusborgum frá byggingu byggðarinnar þegar Bókbindarafélag Íslands eitt af forverum FBM var meðal frumbyggja í Ölfusborgum. Á aðalfundi FBM s.l. vor var ákveðið að selja Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri helmingshlut í húsinu og verður húsið leigt með fyrirkomulaginu fyrstur bókar fyrstur fær í vetur. Næstu sumur verður vikum skipt á milli félaganna í úthlutun.

Sjá nýjar myndir inn á orlofsvef félagsins  

http://www.orlof.is/fbm/site/cottage/cottage_details.php?cottage_id=8

Til baka

Póstlisti