Oddi fær umhverfisvottun Svansins
18 jan. 2010
Prentsmiðjan Oddi, hefur náð þeim árangri að fá umhverfisvottun norræna umhverfismerkisins Svansins.
Það tryggir að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa.
Fyrir hafði fyrirtækið Hjá GuðjónÓ fengið samskonar vottun.
Svanurinn fagnar 20 ára afmæli í ár. Hann er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Merkið hefur náð góðum árangri á Norðurlöndum og er heildarfjöldi vottaðrar vöru og þjónustu orðinn nær 6.000.