Fréttir

Oddi hækkar laun kvenna

2 apr. 2012

Dv vakti athygli á því um helgina að Prentsmiðjan Oddi hefði hækkað laun kvenna til jafns við karla um síðustu mánaðamót. Birgir Jónsson framkvæmdarstjóri Odda segir i samtali við DV að laun starfsfólks væru  trúnaðarmál en staðfesti þó að nýlega hafi komið í ljós að ákveðinn hópur kvenna hefði verið með lægri laun en sambærilegur hópur karla hjá fyrirtækinu. Þetta hefði verið leiðrétt um leið og það kom í ljóst. „Í þeirri endurskipulagningu á fyrirtækinu sem á sér nú stað kom í ljós að ákveðinn hópur starfsfólks hafði setið eftir.“

Í samtali við DV segir hann slíka leiðréttingu sjálfsagða en Birgir sem hefur nýhafið störf fyrir fyrirtækið rak augun í það um mánaðarmótin að eldri konur með mikla starfsreynslu voru almennt með lægri laun en karlmenn með svipaða reynslu. Sjá nánari frétt á vef DV www.dv.is

Til baka

Póstlisti