Fréttir

Nýsveinahátíð IMFR 2024

6 feb. 2024

Laugardaginn 3. febrúar s.l. stóð Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík fyrir Nýsveinahátíð. Verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófum í fjölmörgum iðngreinum, m.a. prentsmíði. Nýsveinar hlutu brons- og silfurverðlaun en iðnaðarmaður ársins Ásgrímur Jónasson rafvirki hlaut gullverðlaun.


Hulda Sól Magneudóttir hlaut silfurverðlaun í prentsmíði en meistari hennar er Hilmar Sveinsson og lauk hún námi frá Tækniskólanum. Ívar Daníel Karlsson hlaut silfurverðlaun í prentsmíði en meistari hans er Halldór F. Ólafsson og lauk hann námi frá Tækniskólanum. GRAFÍA óskar þeim Huldu Sól og Ívari Daníel til hamingju með glæsilegan árangur og velfarnaðar í starfi.


F.v. Guðni Th. Jóhannesson forseti, Hulda Sól Magneudóttir, Hilmar Sveinsson og Halldór Þórður Haraldsson formaður IMFR.


F.v. Guðni Th. Jóhannesson forseti, Ívar Daníel Karlsson, Halldór F. Ólafsson og Halldór Þórður Haraldsson formaður IMFR.

Til baka

Póstlisti