Niðurstaða úr samkeppni um merki Grafíu
8 feb. 2016
Okkur er það mikil ánægja að tilkynna verðlaunahafann í samkeppninni um merki Grafíu. Loftur Leifsson, grafískur hönnuður á tillöguna sem bar sigur úr bítum.
Afhending verðalauna var föstudaginn 5. febrúar, á degi íslensks prentiðnaðar sem haldinn var hátíðlegur í IÐUNNI prent- og miðlunarsviði.
Innsendingar voru 153 frá 52 einstaklingum. 16 merki komust í úrslit og var eitt merki valið úr þeim. Hönnunarmiðstöð Íslands hélt utan um keppninna og voru þrír dómnefndarmenn valdir af Hönnunarmiðstöðinni og tveir félgasmenn voru tilnefndir af Grafíu.
Dómnefndarmenn voru:
Halldór Þorsteinsson, grafískur hönnuður, tilnefndur af Grafíu
George Kristófer Young, prentsmiður, tilnefndur af Grafíu
Agga Jónsdóttir, grafískur hönnuður, tilnefnd af Hönnunarmiðstöðinni
Einar Geir Ingvarsson, grafískur hönnuður, tilnefndur af Hönnunarmiðstöðinni
Edda V. Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, tilnefnd af Hönnunarmiðstöðinni