Námskeið í haust hjá IÐUNNI fræðslusetri – prent og miðlunargreinar
12 ágú. 2022
Fyrstu námskeið haustannar
í prent- og miðlunargreinum
Fyrstu námskeið á haustönn eru að hefjast hjá IÐUNNI fræðslusetri og um að gera að tryggja sér pláss. Fjarkennsla er í boði á öllum námskeiðum sem eru ekki verklegar vinnusmiðjur og athygli er vakin á því að í vetur verður reglulega boðið upp á ný, hagnýt og stutt vefnámskeið.
Vinnusmiðja í viðtalsmyndbandagerð
Fyrsta vinnusmiðja haustsins hefst nú í lok ágúst. „Myndbönd og hreyfimyndir hafa sótt í sig veðrið undanfarin ár,“ segir Steinar Júlíusson hönnuður sem kennir grunnatriði í gerð viðtalsmyndbanda og hvaða grundvallaratriði þarf að hafa í huga við gerð þeirra. Farið verður yfir hefðbundið vinnuferli frá skipulagningu töku, tökuna sjálfa og svo klippingu, eftirvinnslu og frágang. Notast verður við forritið Adobe Premiere og kennd verða grunntökin í klippingu á því. Steinar hefur starfað fyrir H&M, Acne Stockholm og Borgarleikhúsi og kenndi áður við hinn virta Berghs Shool of Communication í Svíþjóð.
Þeir sem vilja koma á námskeið í skapandi skrifum hjá Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur mynd- og rithöfunds þurfa að hafa hraðar hendur því aðeins eru nokkur pláss eftir. Námskeiðið hentar öllum sem vilja prófa ný vinnubrögð og efla skapandi hugsun í þróun hugmynda sinna. Bergrún mun leggja sérstaka áherslu sköpunarferlið, skapandi skrif í viðtölum, pistla -og fréttaskrifum og stærri fréttaútektum. Þá mun hún benda á möguleika myndrænnar framsetningar í skapandi skrifum en Bergrún sjálf hefur á sínum ferli tvinnað saman myndlist og texta með farsælum hætti.
„Hönnuðir þurfa ekkert að óttast svo lengi sem þeir viðhalda þekkingu sinni,“segir Siggi Ármanns hönnuður sem heldur utan um hagnýtt námskeið í umbroti bóka í haust. Farið verður í miklivægustu atriði sem þarf að huga að bæði við hönnun og umbrot bóka og Siggi ljóstrar upp um leyndarmálum í InDesign stílsniðum sem margir vita ekki af. Þá leiðbeinir hann sérstaklega um undirbúning fyrir prentun hérlendis og erlendis.
Uppsetning vefverslunar og grunnatriði WordPress
Í október og nóvember kenna Þorvaldur Sveinsson og Davíð Halldórsson vefhönnuðir tvö námskeið í WordPress. Grunnnámskeið verður haldið í október og í nóvember verður haldið námskeið í uppsetningu vefverslunar. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta sjálfir sett upp einfalda vefverslun með greiðslukerfi og mismunandi vöruflokkum og tilboðum.
Enn fleiri námskeið verða haldin í haust og vetur. Bæði staðbundin og á vefnum. Fylgist með á heimasíðu IÐUNNAR.