Fréttir

Móttaka skrifstofu RSÍ/GRAFÍU lokuð um óákveðinn tíma vegna Covid-19

14 okt. 2020

Vegna hertra sóttvarnaragerða verður móttaka RSÍ/GRAFÍU á Stórhöfða 31 lokuð um óákveðinn tíma. Veitt verður besta mögulega þjónustu gegnum síma og tölvupóst og eru félagsmenn hvattir til að notfæra sér þær samskiptaleiðir.

Sími 5400100 tölvupóstur georg@rafis.is og hronn@rafis.is

Gestir sem þurfa nauðsynlega að hitta starfsmann hringi á undan sér og noti grímu og hanska.

Þjónusta Virk verður með óbreyttu sniði eins og kostur er.

 

Til baka

Póstlisti