Fréttir

Mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóð verður 10% frá og með 1. júlí 2017

23 jún. 2017

Mótframlag launagreiðenda hækkar 1. júlí úr 8,5% í 10%.

Skv. kjarasamningi GRAFÍU og SA frá 21. janúar 2016 var samið um hækkun mótframlags launagreiðenda um alls 3,5% í áföngum. Þann 1. júlí hefur komið til 2% hækkun. Hækkunin kemur að fullu til framkvæmda 1. júlí 2018 þegar mótframlag launagreiðenda verður 11,5%.

Í samningnum var gert ráð fyrir því að einstaklingur gæti ráðstafað hluta eða allri hækkuninni í bundna séreign/tilgreinda séreign. Það hefur verið útfært á þann veg að stofnuð hefur verið deild sem tekur við þeim hluta sem sjóðfélagar velja að verja þannig, sú deild hefur fengið heitið T deild hjá Birtu lífeyrissjóði og stendur fyrir tilgreinda séreign. Ef ekki er valið að setja framlagið í T-deilda rennur viðbótin í samtryggingasjóð viðkomandi.

Hér er tengiliður á nánari upplýsingar hjá Birtu lífeyrissjóði: https://birta.is/sereign/tilgreind/

Hér er tengiliður á nánari upplýsingar hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna: https://www.live.is/sjodurinn/frettir/frettasafn/tilgreind-sereign-2

 

 

Til baka

Póstlisti