Fréttir

Morgunfundur um umhverfismál í prentiðnaði

9 feb. 2011

Morgunfundur um umhverfismál í prentiðnaði


Föstudaginn 11. febrúar 2011 kl. 8.30 – 10.00 verður fjallað um umhverfismál í prentiðnaði sem verða sífellt umfangsmeiri í rekstri iðnfyrirtækja. Á þessum fundi verður fjallað um umhverfismál í prentiðnaði, vottun, kröfur viðskiptavina og samfélags. Fundurinn verður haldinn hér á 6. hæð IÐUNNAR fræðsluseturs að Skúlatúni 2.

Dagskrá:

8.30 – 8.50 Hvernig eru lögin?
Fjallað er um staðsetningu prentfyrirtækja í lagaramma umhverfismála og helstu lög og reglur sem varða prentiðnað, svo sem um starfsleyfi, úrgang og efnavörur.
Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins.

9.00 – 9.20 Umhverfisstjórnun samkvæmt alþjóðlega staðlinum ÍST ISO 14001
Tengsl umhverfisstjórnunar samkvæmt ÍST ISO 14001 við daglega stjórnun fyrirtækis. Hvað þarf að gera, hverjar eru helstu hindranirnar og hver er ávinningurinn. Vottun umhverfisstjórnunar og hvernig fer sú vottun fram.
Kjartan Kárason framkvæmdastjóri Vottunar hf.

9.30 – 9.50 Svansvottun Prentsmiðjunnar Odda
Prentsmiðjan Oddi
hefur fengið umhverfisvottun.  Hver var reynsla Odda af ferlinu við Svansvottun.
Þóra Hirst verkefnastjóri hjá Odda fjallar um hvata þess að Oddi sækist eftir Svansvottun.

Til baka

Póstlisti