Fréttir

Mín framtíð 2019 – Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning 14. – 16. mars í Laugardalshöll

11 mar. 2019

 

 

Fimmtudaginn 14. mars hefst Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll og lýkur laugardaginn 16. mars með verðlaunaafhendingu og lokahófi.

Það verður mikið um að vera í Laugardalshöllinni þessa þrjá daga enda taka 30 iðn-, verk- og tæknigreinar þátt í Mín framtíð 2019. Flestar greinarnar eru með keppendur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem margir munu fá tækifæri til að keppa í EuroSkills að ári. Um 7000 grunnskólanemendur víða af landinu munu heimsækja höllina að skoða og prófa og kynna sér fjölbreytt námsframboð á framhaldsskólastigi, en samhliða keppninni munu 33 framhaldsskólar alls staðar af landinu kynna námsframboð sitt.

Á svæðinu verða einnig BMX BRÓS, Erasmus +, Félag náms- og starfsráðgjafa, Fagkonur, Heimavist MA og VMA, Iðan fræðslusetur, Iðnú, Kvasir – samtök símenntunarmiðstöðva, SÍF samband íslenskra framhaldsskólanema, Rafmennt, Reykjavík FabLab, Verksmiðjan RÚV og Team Spark.

Opið er fyrir almenning fimmtudaginn og föstudaginn, kl. 14.00 – 17.00 og laugardaginn eru fjölskyldur sérstaklega boðnar velkomnar. Þá verður í boði m.a. að helluleggja, klippa, flétta, krulla eða slétta hár, teikna grafík í sýndarveruleika, splæsa net, fara í ratleik, fara á ýmis örnámskeið, mæla blóðþrýsting, planta fræjum, þrívíddarprentun, smíða, prófa vélmenni, bora, sauma á iðnaðarsaumavél, leysa þrautir og fá verðlaun, sjá mjaltir og rúningu og að taka þátt í að útbúa lengstu blómaskreytingu sem gerð hefur verið á Íslandi. Húsið opnar almenningi kl. 10.00 á laugardaginn og stendur fjörið til 16.00. Aðgangur er ókeypis.

Smellt hér til að kynna þér dagskránna og allar frekari upplýsingar um Íslandsmót iðngreina í Laugardalshöll 14. – 16. mars nk.

Til baka

Póstlisti