Fréttir

Engin grundvöllur fyrir frekara samstarf við ríkisstjórnina

17 sep. 2014

 

 asilogo

 

 

 Reykjavík 17. september 2014


Fjárlagafrumvarpið 2015 – Aðför að launafólki

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnin velji með fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 2015 að ráðast enn og aftur gegn hagsmunum launafólks í stað þess að hefja uppbyggingu velferðarkerfisins. Almennt launafólk hefur á síðustu árum tekið á sig miklar byrðar með samdrætti í tekjum, auknum útgjöldum og skuldsetningu sem leitt hafa til minni kaupmáttar. Þetta á ekki síst við um lágtekjuhópa og lífeyrisþega. Á sama tíma hefur verið skorið verulega niður í heilbrigðis-, velferðar og menntakerfinu sem leitt hefur til meiri greiðsluþátttöku, minni þjónustu og meira óöryggis. Launafólk sem færði miklar fórnir hefur réttmætar væntingar um að endurreisn og uppbygging velferðarkerfisins hafi ríkan forgang nú þegar viðsnúningur hefur orðið í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. 

Hér má lesa ályktunina í heild sinni          Fjárlagafrumvarpið 2015_ályktun.pdf

 

Til baka

Póstlisti