Fréttir

MIÐDALSMÓTIÐ – GOLFMÓT FBM 2012

21 ágú. 2012

MIÐDALSMÓTIÐ – 2012 Aðalsteinn Örnólfsson Meistari FBM.
Miðdalsmótið, golfmót Félags bókagerðarmanna fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal     11. ágúst. Þetta var í sautjánda sinn sem mótið er haldið í Miðdal. 19 þátttakendur mættu til leiks.
Keppt var skv. punktakerfi með forgjöf í karla- og kvennaflokki. Einnig var keppt í  höggleik án forgjafar um Postillonbikarinn. Eftir kaffiveitingar var keppendum raðað á teiga og hófst mótið kl. 11.00 undir stjórn Eiríks Þorlákssonar dómara og Óskars R. Jakobssonar. Allir þátttakendur fengu afhenta teiggjöf sem var gjafabréf í Fontana, Gufubaðið á Laugarvatni og golfkúlur frá Hvítlist.
Hvítlist var aðalstuðningsaðili mótsins sem og undanfarin ár en Fontana, gufubaðið á Laugarvatni gaf verðlaun og teiggjöf til keppenda. Færum við stuðningsaðilum bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Dómara urðu á mistök við innslátt skorkorta og því voru rangir verðlaunahafar kynntir. Hefur það verið leiðrétt og réttum aðilum kynnt afhent verðlaunin. Eru allir hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu óheppilega atkviki.

Fyrstu verðlaun í punktakeppni með forgjöf hlaut Aðalsteinn Örnólfsson Meistari FBM  með 34 punkta, í öðru sæti varð Theodór Guðmundsson með 29 punkta og 13 punkta á seinni 9 og í þriðja sæti varð Hilmar Þorkelsson með 29 punkt og 11 punkta á seinni 9. Skv. reglum mótsins geta aðeins félagsmenn FBM hlotið verðlaun í punktakeppninni en gestir geta unnið önnur verðlaun.
Postillon  bikarinn, fyrstu verðlaun án forgjafar vann Sigurjón Þ. Sigurjónsson á 76 höggum, í öðru sæti varð Aðalsteinn Örnólfsson á 86 höggum og í þriðja sæti varð Theodór J. Guðmundsson á 90 höggum.
Valgerður Þórisdóttir sigraði í kvennaflokki með 30 punkta, í öðru sæti varð Unnur Sæmundsdóttir með 24 punkta og í þriðja sæti varð Bjarney Sigurjónsdóttir með 21 punkt.
Púttmeistari varð Aðalsteinn Örnólfsson með 21 pútt.
Lengsta teighögg karla á 3./12. braut átti Hallgrímur Egilsson.
Lengsta teighögg kvenna á 3./12. braut átti Anna Þorkelsdóttir.
Næst holu á 5./14. braut var Aðalsteinn Örnólfsson, 8,20 m.
Næst holu á 8./17. braut var Vilberg Sigtryggsson, 6,14 m.
Auk þess var dregið úr skorkortum. Í mótslok, var boðið var upp á léttar veitingar sem þátttakendur tóku hraustlega við eftir frábæran og skemmtilegan keppnisdag þrátt fyrir úrhellis rigningu og vind.
Næsta Miðdalsmót verður í ágúst 2013.

Golfmot_FBM_1108_2012

Georg Páll Skúlason formaður FBM afhendir Aðalsteini Örnólfssyni verðlaunabikarana

Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir sem sýna að aðstæður voru frekar erfiðar.

meistaramt_bkageramanna_11.08.2012_010meistaramt_bkageramanna_11.08.2012_012meistaramt_bkageramanna_11.08.2012_011

Til baka

Póstlisti