Fréttir

MIÐDALSMÓTIÐ – 2009 BJÖRN FRÓÐASON MEISTARI

11 ágú. 2009

01
Björn Fróðason, meistari FBM 2009, sigraði bæði með og án forgjafar á mótinu.

02
Verðlaunahafar á golfmóti FBM og Hvítlistar, Miðdalsmótinu 2009. F.v. Kristinn Friðriksson, Richard Haukur Sævarsson, Björn Fróðason, Sigurjón Þ. Sigurjónsson, Bjarney S. Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Björk Guðmundsdóttir og Anna Þorkelsdóttir.

03
Bjarney S. Sigurjónsdóttir vígir teig á 2. braut í upphafi móts.

04
Skorkortin yfirfarin í lok móts.

MIÐDALSMÓTIÐ – 2009 BJÖRN FRÓÐASON MEISTARI

Miðdalsmótið, golfmót Félags bókagerðarmanna fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal 8. ágúst. Þetta var í fjórtánda sinn sem við höldum golfmót í Miðdal.
Að þessu sinni voru keppendur 36.

Eftir kaffiveitingar var keppendum raðað á teiga og hófst mótið kl. 11.00 undir stjórn  Sæmundar Árnasonar og Braga Hafþórssonar. Allir þátttakendur fengu afhenta teiggjöf frá FBM, sem voru golfboltar merktir Félagi Bókagerðarmanna.

Aðalstuðningsaðili mótsins sem og undanfarinn ár var Hvítlist er veitti fjölda verðlauna. Færum við Hvítlist bestu þakkir fyrir stuðninginn..

Fyrstu verðlaun með forgjöf og farandbikar FBM hlaut Björn Fróðason með 70 högg, en í öðru sæti varð Richard Haukur Sævarsson með 70 högg og í þriðja sæti varð Sigurjón Þ. Sigurjónsson með 74 högg.
Postillon  bikarinn, fyrstu verðlaun án forgjafar vann Björn Fróðason með 80 högg, í öðru sæti varð Sigurjón Þ. Sigurjónsson með 81 högg og í þriðja sæti varð Kristinn Friðriksson með 83 högg.
Bjarney S. Sigurjónsdóttir sigraði í kvennaflokki með forgjöf á 77 höggum, í öðru sæti varð Sigurlaug Björk Guðmundsdóttir á 80 höggum og í þriðja sæti varð Anna Þorkelsdóttir á 82 höggum.
Púttmeistari varð Sigurjón Þ. Sigurjónsson með 24 pútt. Lengsta teighögg karla á þriðju braut átti Anton Þorsteinsson og lengsta teighögg kvenna á þriðju braut átti Valgerður Þórisdóttir. Næst holu á 5. braut var Ragnar Þórisson og næst holu á 8. braut var Páll Erlingsson.

Auk þess var dregið úr skorkortum. Í mótslok, var boðið var upp á léttar veitingar sem þátttakendur tóku hraustlega við eftir frábæran og skemmtilegan keppnisdag.

Næsta Miðdalsmót verður í ágúst 2010.

Til baka

Póstlisti