Fréttir

Mæðrastyrksnefnd fær 500.000 króna styrk

4 des. 2009

maedrast
F.v. Georg Páll Skúlason, Margrét K. Sigurðardóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson.

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur veitt Mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð kr. 500.000,-. Georg Páll Skúlason gjaldkeri og Guðmundur Þ. Jónsson formaður Fulltrúaráðsins afhentu Ragnhildi G. Guðmundsdóttur formanni og Margréti K. Sigurðardóttur fjármálastjóra nefndarinnar styrkinn þann 3. desember 2009.
Matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar er á miðvikudögum milli kl. 14 og 17.  Í nóvember s.l. fjölgaði gestum mikið og síðastliðna þrjá miðvikudaga hefur nefndin veitt um 1.500 matargjafir.

Til baka

Póstlisti