Launahækkanir 1. júní 2011
25 maí. 2011
Við samþykkt samnings þessa greiðist sérstök eingreiðsla, kr. 50.000, hverjum starfsmanni í fullu starfi sem er við störf í maí og miðast greiðslan við fullt starf í mánuðunum mars-maí. Starfsmenn sem létu af störfum í apríl fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í mars og apríl. Starfsmenn sem hófu störf í apríl eða fyrstu fimm dagana í maí og eru í starfi í maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í apríl og maí. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall. Greiðslan skal innt af hendi eigi síðar en 1. júní 2011.
Orlofsuppbót
Samkvæmt kjarasamningi FBM-SA kemur til greiðslu orlofsuppbótar 1. júní næstkomandi. Upphæðin skal vera 26.900 kr. til þeirra sem unnið hafa fullt starf 01.05 2010-30.04 2011. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma. Á árinu 2011 greiðist sérstakt álag á orlofsuppbót kr. 10.000.
Samkvæmt kjarasamningi FBM-SA
Sumarleyfi
Starfsfólk skal fá 25 virka daga í sumarleyfi með fullu kaupi, enda hafi það unnið í sama fyrirtæki í eitt ár samfleytt.
Eftir 5 ár samfellt í sama fyrirtæki 28 dagar
Eftir 10 ár í iðninni 30 dagar
Starfsfólk, sem unnið hefur skemur en eitt ár í sama fyrirtæki, skal fá sumarleyfi með fullu kaupi að tiltölu við þann tíma, sem það hefur unnið.