Kynning á VIRK
4 nóv. 2014
Myndband um VIRK Starfsendurhæfingarsjóð
Hlutverk og starfsemi VIRK eru gerð skil í stuttu máli á íslensku og ensku í nýju kynningarmyndbandi sem birt var nýverið á vef VIRK.
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignarstofnun með aðild allra helstu samtaka stéttarfélaga og atvinnurekenda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að móta, samþætta og hafa eftirlit með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að atvinnuþátttöku einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa.
Tilgangur með þjónustu á vegum VIRK er að aðstoða fólk við að komast til vinnu. Um er að ræða markvissa ráðgjöf og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings. Þjónusta VIRK er einstaklingum að kostnaðarlausu.
VIRK starfar í nánu samstarfi við stéttarfélög, atvinnurekendur, ýmsa þjónustuaðila í starfsendurhæfingu og stofnanir velferðarkerfisins. Á vegum VIRK starfa sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfingu sem eru staðsettir hjá stéttarfélögum víða um land, þverfagleg teymi sérfræðinga sem vinna að gerð árangursríkra starfsendurhæfingaráætlana auk þess sem fjölbreyttur hópur fagaðila veitir sérhæfða þjónustu og ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar.
Kynningarmyndbandið má sjá hér.