Fréttir

Kosning vegna kjarasamnings FBM og SA

16 jan. 2014

Kosið verður um kjarasamning FBM og Samtaka atvinnulífsins, sem undirritaður var 21. desember s.l., í póstatkvæðagreiðslu. Kjörgögn verða send út á næstu dögum og stendur atkvæðagreiðsla til kl. 16, þriðjudaginn 21. janúar n.k.

Kynning á kjarasamningnum fylgir einnig með kjörgögnum.

Ef kjörgögn berast ekki heim til félagsmanna sem eru kjörgengir biðjum við viðkomandi að hafa samband við skrifstofu félagsins og tilkynna það í síma 552 8755. Allir félagsmenn sem eru í atvinnu eða atvinnuleit eru kjörgengir.

Við hvetjum félagsmenn að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

7. janúar 2014

Stjórn Félags bókagerðarmanna

Til baka

Póstlisti