Fréttir

Kosning trúnaðarráðs FBM

8 okt. 2012

Framboðsfrestur við kosningar til Trúnaðarráðs Félags bókagerðarmanna kjörtímabilið 2012 – 2014

Í samræmi við lög félagsins (sbr. 6. og 7. kafla) er hér með lýst eftir tillögum um 18 félagsmenn til setu í Trúnaðarráðinu og 6 til vara.

Tillögur um menn í Trúnaðarráð skulu studdar af mest 50 félagsmönnum og minnst 20.
 
Frestur til að skila tillögum um félagsmenn í Trúnaðarráðið rennur út föstudaginn 12. október n.k. kl. 16.00 og skal tillögum skilað á skrifstofu félagsins, að Stórhöfða 31 Reykjavík.

Vakin er athygli á því, að þegar fleiri en eitt framboð berast er öllum frambjóðendum raðað á kjörseðil eftir hlutkesti.

„Þeir 18 menn sem flest atkvæði fá teljast réttkjörnir aðalmenn og þeir 6 sem næstir koma í atkvæðamagni teljast rétt kjörnir vara-menn.“  

Reykjavík, 14. september 2012, Stjórn Félags bókagerðarmanna

Til baka

Póstlisti