Fréttir

Kosning trúnaðarmanna

8 okt. 2012

Þann 15. október 2012 rennur út kjörtímabil allra trúnaðarmanna FBM. Trúnaðarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn, nema annað sé tekið fram. Það er því nauðsynlegt að fara að undirbúa nýtt kjör svo nýir trúnaðarmenn geti tekið til starfa þegar kjörtímabilinu lýkur. Þegar kosning hefur farið fram skal tilkynna niðurstöðuna til skrifstofu FBM og verður þá sent skipunarbréf til viðkomandi trúnaðarmanns og bréf til fyrirtækis.

Kosning trúnaðarmanns fer fram með skriflegri atkvæðagreiðslu á viðkomandi vinnustað, en rétt til að greiða atkvæði og kjörgengi hafa eingöngu félagsmenn FBM. Kosinn er einn trúnaðarmaður á vinnustöðum þar sem vinna 5–50 starfsmenn, en tveir trúnaðarmenn ef starfsmennirnir eru fleiri en 50.

Öryggistrúnaðarmenn
eru kjörnir til tveggja ára í senn og ef kjörtímabil þeirra er lokið er best að kjósa þá um leið og félagslegu trúnaðarmennina. Kjör þeirra fer fram samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum, nr. 46, 28. maí 1980. Kjörinn er einn öryggistrúnaðarmaður þar sem eru 10-50 starfsmenn, en tveir þegar starfsmenn eru fleiri en 50.
Kosningin skal fara fram með skriflegri atkvæðagreiðslu sem stendur a.m.k. einn vinnudag, eða með skriflegri atkvæðagreiðslu á starfsmannafundi sem boðaður hefur verið með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara. Kosningarétt og kjörgengi hafa allir starfsmenn fyrirtækisins nema stjórnendur.

Vinnustaðafundir
Stjórnarmenn FBM eru tilbúnir til að koma á vinnustaðafundi til að aðstoða við kosningarnar, og til almennrar umræðu um félagsmál.

Reykjavík, 6. September 2012

Til baka

Póstlisti