Kona kosin stjórnarformaður Sameinaða lífeyrissjóðsins
24 maí. 2011
Auður Hallgrímsdóttir var kosin formaður Sameinaða lífeyrissjóðsins á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var að loknum ársfundi sjóðsins sem fram fór á Hilton Nordica Reykjavik, 19. maí 2011. Auður er fyrsta konan sem gegnir formennsku í lífeyrissjóði þar sem meginþorri sjóðfélaga kemur úr stétt iðnaðarmanna, en þess má geta að karlar eru 92% virkra félaga í Sameinaða lífeyrissjóðnum.
Sjá nánari fréttir frá ársfundi lífeyrissjóðsins hér