Knattspyrnumót FBM 2012 úrslit
16 apr. 2012
Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 14. apríl í Smáranum Kópavogi.
Fjögur lið mættu til leiks, þau voru frá Morgunblaðinu, Pixel, Litlaprenti og Plastprent. Leikinn var innanhúsbolti með 5 menn í hvoru liði. Leikin var tvöföld umferð allir við alla. Morgunblaðið hlaut 16 stig af 18 mögulegum og sigraði því mótið örugglega. Í öðru sæti varð Plastprent með 9 stig og í þriðja sæti Litlaprent með 7 stig.
Lið Morgunblaðsins bar sigur úr býtum annað árið í röð.