Fréttir

Kjarasamningur FBM og SA samþykktur

22 jan. 2014

Talning atkvæða vegna kjarasamnings Félags bókagerðarmanna og Samtaka atvinnulífsins, sem undirritaður var 21. desember 2013, er lokið.

Á kjörskrá voru 713 félagsmenn. 280 atkvæði bárust sem gerir 39,3% þátttöku. 277 atkvæði voru gild en 3 ógild. Niðurstaðan er eftirfarandi:

138 voru samþykk, 49,8%

135 voru andvíg, 48,7%

4 voru auð, 1,4%

3 voru ógild.

Samningurinn er því samþykktur.

Kjörnefnd Félags bókagerðarmanna

Til baka

Póstlisti