Fréttir

Kjarasamningaviðræður við Samtök atvinnulífsins

20 apr. 2015

20. apríl

Samtök atvinnulífsins hafa vísað deilu iðnaðarmannafélaganna og þar með FBM til ríkissáttasemjara sem tekur nú við verkstjórn deilunnar. Iðnaðarmannafélögin fara í framhaldi yfir stöðu mála í deilunni og meta hvort og hvenær gripið verður til þess að greiða atkvæði um verkfall. 

Haldnir hafa verið þrír fundir iðnaðarmannafélaganna við Samtök atvinnulífsins vegna kjarasamninga félaganna við SA sem runnu út 28. febrúar s.l. Enginn árangur hefur orðið af viðræðum enn sem komið er. Félögin sem aðild eiga að samstarfinu halda fund mánudaginn 13. apríl n.k. þar sem staðan verður tekin og framhaldið ákveðið. 

Í fréttasafninu má nálgast kröfugerð félaganna ásamt samstarfssamingi.

Aðild að samstarfi iðnaðarmannafélaganna eiga: FBM, RSÍ, MATVÍS, SAMIÐN, VM og FHS.

Til baka

Póstlisti