Fréttir

Kjarasamningaviðræður Grafíu/FBM og SA, fréttir 22. júní

15 jún. 2015

Samninganefnd Grafíu, sem skipuð er trúnaðarráði félagsins, hefur verið boðuð til fundar kl. 12 í dag mánudaginn 22. júní til að fara yfir samningsdrög að kjarasamningi milli Grafíu – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum og Samtaka atvinnulífsins. Eins og fram hefur komið er stefnt að undirritun kjarasamnings áður en til verkfalls kemur.

15. júní. Viðræður iðnðaðarmannafélaganna þ.m.t. Grafíu/FBM við SA um sérmál hafa verið í gangi síðustu vikuna. Ekki hefur verið nógu góður gangur í viðræðunum til þess að ná því takmarki, sem að var stefnt, þ.e. að undirrita kjarasamning eigi síðar en 12. júní s.l. Enn er fundað í karphúsinu og að því stefnt að ná samningum áður en verkfall skellur á kl. 24. mánudaginn 22. júní n.k.

Til baka

Póstlisti