Kjarasamningar við SA undirritaðir – verkfalli afstýrt
22 jún. 2015
Kjarasamningar Grafíu við Samtök atvinnulífsins voru undirritaðir undir kvöld mánudaginn 22. júní og þar með er verkfalli afstýrt. Samningurinn verður kynntur á félagsfundum á næstum dögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst í næstu viku og henni lýkur kl. 12, miðvikudaginn 15. júlí n.k.
Sjá samninginn hér
Frá undirritun kjarasamninga iðnaðarmannafélaganna 22. júní 2015.
F.v. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari, Guðmundur Ragnarsson VM, Kristján Þórður Snæbjarnarson RSÍ, Hilmar Harðarson Samiðn, Lilja Sæmundsdóttir FHS og Georg Páll Skúlason Grafíu. Á myndina vantar Níels S. Olgeirsson MATVÍS.