Fréttir

Kjarakönnun GRAFÍU og SI 2018

19 okt. 2018

Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í kjarakönnun félagsins sem hefur verið send út til allra sem starfa á kjarasamningi GRAFÍU og SA og GRAFÍU og FA/SÍA. Könnunin er unnin af GALLUP og er bæði hægt að taka þátt á netinu og í gegnum síma en starfsmenn GALLUP sjá um gagnaöflun.

GALLUP dregur 10 heppna þátttakendur úr hópi þeirra sem skila inn svörum. Gjafabréf að andvirði kr. 10.000,- verða afhent af GALLUP þegar gagnaöflun er lokið.

Stjórn GRAFÍU

Til baka

Póstlisti