Fréttir

Kjarakönnun FBM og SI 2014

20 okt. 2014

Við viljum minna félagsmenn á að taka þátt í kjarakönnun Félags bókagerðarmanna og Samtaka iðnaðarins. 

FBM og SI framkvæma nú árlega kjara- og viðhorfskönnun. Tíu heppnir þátttakendur verða dregnir út og fær hver þeirra 10.000 kr. gjafabréf.

Hvert svar skiptir máli og hvetjum við alla til að taka þátt sem starfa eftir kjarasamningum FBM og SA/SI og FBM/FGT og SÍA.

Farið verður með öll svör sem algert trúnaðarmál og mun Capacent Gallup annast alla gagnavinnslu og framkvæmd könnunarinnar. Capacent Gallup tryggir nafnleynd og að ekki verði á nokkurn hátt unnt að rekja svör til einstakra þátttakenda né fyrirtækja.

Starfsmenn Capacent Gallup munu sjá um að draga út nöfn vinningshafa og hafa samband við þá þegar gagnaöflun er lokið.

Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband við Capacent Gallup í síma 5401000, þar sem Þórhallur Ólafsson (thorhallur.olafsson@capacent.is) veitir nánari upplýsingar eða beint við Félag bókagerðarmanna (fbm@fbm.is) í síma 552 8755.

Til baka

Póstlisti