Kauphækkanir taka gildi frá 1.nóv 2009
8 des. 2009
Hækkun almennra kauptaxta kemur til framkvæmda 1. nóvember 2009. Hækkanir þessar gilda um nóvemberlaun.
Kauptaxtar iðnsveina hækka um 8.750 kr. á mánuði og kauptaxtar aðstoðarmanna um 6.750 kr. á mánuði.
3,5% launaþróunartrygging kemur einnig til framkvæmda 1. nóvember 2009 vegna þeirra sem ekki eru á kauptöxtum og hafa ekki fengið neina launahækkun á tímabilinu 1. janúar – 1. nóvember 2009.
Nýr kauptaxti FBM og SA verður gefinn út í byrjun næstu viku og verður honum dreift til allra atvinnurekenda og einnig er hægt að nálgast hann hér