Íslandsmót iðn- og verkgreina
22 mar. 2010
Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram í Smáralind dagana 18. og 19. mars. Þetta var í fimmta sinn sem mótið var haldið og það stærsta hingað til á Íslandi.
Keppt var í eftirtöldum greinum: Málmsuðu, trésmíði, pípulögnum, bíliðngreinum, málaraiðn, dúklagningum, hársnyrtingu, snyrtifræði, grafískri miðlun og ljósmyndun, bakariðn, matreiðslu, framreiðslu, kjötiðn, skrúðgarðyrkju og rafvirkjun.
Sigurvegarar í flokknum Grafísk miðlun og Ljósmyndun voru:
Björn Þórisson, Tækniskólanum og Rebekka Líf Albertsdóttir, Tækniskólanum.