Fréttir

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2012-úrslit

13 mar. 2012

Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið með glæsibrag dagana 9. og 10. mars í Háskólanum í Reykjavík. Keppt var í 19 greinum og auk þess voru  nokkrar sýningargreinar.

Á föstudeginum heimsóttu rúmlega 2000 grunnskólanemar úr 9. og 10. bekkjum keppnina og fylgdust með og fræddust um iðn og verknám á Íslandi.

Keppt var í eftirtöldum greinum:  bakaraiðn, bifvélavirkjun, bílamálun, bifreiðarsmíði,  dúkkalagning/veggfóðrun, framreiðsla, skúðgarðyrkjun, grafísk miðlun, hársnyrtiiðn, kjötiðn, kjötiðn meistarar,  matreiðsla, málarar, múrverk, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun,  sjúkraliðar, snyrtifræði, suðu og trésmíði.

Alls voru sex keppendur sem kepptu í grafískri miðlun

Grafísk miðlun

Gull Björgvin Pétur Sigurjónsson Tækniskólinn         
Silfur Daði Már Jónsson Tækniskólinn
Brons Laufey Dröfn Matthíasdóttir Tækniskólinn

Hjörtur Guðnason dómari í keppni um afhenti verðlaun

grafisk_midlun

Hjörtur Guðnason dómari, Daði Már Jónsson, Írena Bylgja Einarsdóttir, Laufey Dröfn Matthíasdóttir, Andrea Kristjánsdóttir, Björgvin Pétur Kristjánsson, Hjördís Ómarsdóttir og Simon Bartley, forseta World skills

 

sjá önnur úrslit og myndir  á vef verkiðnar verkidn.is

Og á fésbókarsíðu keppninnar

 


Til baka

Póstlisti