Fréttir

Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur veitir viðurkenningar

8 feb. 2010

idnmannafelg

Átján nýsveinar sem luku sveinsprófi á árinu 2009 fengu viðurkenningu frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur við hátíðlega athöfn sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 6. febrúar. Iðnaðarmannafélagið veitti verðlaun í fjórða sinn og var hátíðin vel sótt, um 300 manns voru þar viðstaddir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er verndari hátíðarinnar og afhenti  hann viðurkenningarnar. Einnig tóku þátt  Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur.

Stjórn Iðnaðarmannafélagsins velur einstaklinga úr hópi þeirra sem að ljúka sveinsprófi og veitir þeim silfur- eða bronsmerki ásamt viðurkenningarskjali og meistarar verðlaunahafa fá einnig viðurkenningu. Háskólinn í Reykjavík veitir einnig sveinum viðurkenningar og býður þremur nemendum til skólavistar þar sem að skólagjöld eru felld niður.

Eftirtaldir nýsveinar fengu viðurkenningar:
Árni Páll Gíslason, rafvirki.
Ásta María Sigmarsdóttir, prentsmiður.
Gísli Líndal Karvelsson, vélvirki.
Henry Hálfdánarson, rafeindavirki.
Karl Friðrik Karlsson, rafeindavirki.
Kári Snær Valtingojer, rafvirki.
Tinna Óðinsdóttir, framreiðslumaður.
Guðmundur Geir Guðmundsson, rafeindavirki.
Haraldur Jónsson, rafvirki.
Jón Hreiðar Hannesson, rafvirki.
Kristján Ásgeirsson Blöndal, húsasmiður.
Lena Berg, snyrtifræðingur.
Lovísa Dögg Aðalsteinsdóttir, hársnyrtir
Magni Rafn Jónsson, rafvirki.
Sigurbjörn Vopni Björnsson, húsasmiður.
Stefán Geir Reynisson, húsasmiður.
Þórarinn Gunnarsson, rafeindavirki.

Til baka

Póstlisti