Hreyfiafl | Samræðuþing
15 mar. 2011
Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands auglýsir eftir tillögum að fyrirlestrum og erindum fyrir samræðuþingið Hreyfiafl sem haldið verður í Listasafni Reykjavíkur 30. apríl næstkomandi. Stefnt er að því að dagskráin hefjist daginn áður með einum inngangsfyrirlestri. Sjá nánar hér
Tillögum skal skilað fyrir 21. mars nk. til Jóhannesar Þórðarsonar, deildarforseta Hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ, á netfangiðjohannes@lhi.is