Fréttir

Hópuppsagnir eru og eiga að vera neyðarúrræði fyrirtækja

3 maí. 2022

Ályktun frá stjórn Húss Fagfélaganna

Verkalýðshreyfingin er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Því er það ekki einkamál eins
félags ef það gengur í berhögg við gildi hreyfingarinnar.

Hópuppsagnir eru og eiga að vera neyðarúrræði fyrirtækja til að forða greiðsluþroti eða
alvarleg vá sé fyrir dyrum í rekstri fyrirtækja. Því er aldrei hægt að réttlæta
skipulagsbreytingar eða jafnlaunavottun sem ástæðu hópuppsagna. Þá skal áréttað að verja
skal trúnaðarmenn stéttarfélaga í hópuppsögnum.

Ekki er hægt undir neinum kringumstæðum að verja þær gjörðir naums meirihluta stjórnar
Eflingar – Stéttarfélags sem hafa verið kynntar og harma Fagfélögin á Stórhöfða að stjórnin
hafi ekki dregið þessa gjörð í heild sinni til baka.

Til baka

Póstlisti