Fréttir

Hlaupið heim!

29 maí. 2013

Óskar Jakobsson prentari í Pixel og stjórnarmaður í FBM hefur ákveðið að hlaupa til Ísafjarðar. Leiðin er 450 km. sem hann hyggst hlaupa á 10 dögum! Hann leggur af stað frá N1 á Höfðabakka kl. 17.30 fimmtudaginnn 30. maí.
Verkefnið heldur úti facebook síðunni Hlaupið heim en það er til styrktar fjölskyldu á Ísafirði sem á langveikt barn. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni.
FBM flytur Óskari baráttukveðjur og hefur ákveðið að heita á hann 100 kr. pr. km eða 45.000 kr. og hvetur alla til að leggja söfnuninni lið. Reikn 0556 26 330 kt. 121101-3190.

sjá á fésbókar síðu átaksins Hlaupið heim

Til baka

Póstlisti