Haraldur Örn fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á EuroSkills
1 okt. 2018
Haraldur Örn Arnarson prentsmiður hlaut 704 stig i keppni í grafískri miðlun/hönnun á EuroSkills 2018 í Búdapest sem lauk í gær og varð í 6. sæti af 14 keppendum. Það er besti árangur sem Ísland hefur náð á vettvangi World Skills og EuroSkills.
Haraldur Örn starfar í Prentmet og Þorgeir Valur Ellertsson prentsmiður í Svansprenti hefur þjálfað Harald á undirbúingstímabilinu auk þess sem kennarar við Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar Tækniskólans hafa verið innan handar.
GRAFÍA, Samtök iðnaðarins og Prent- og miðlunarsvið IÐUNNAR þakka Prentmet og Svansprenti ómetanlegan stuðning í undirbúningi og á meðan keppninni stóð.