Fréttir

GRAFÍA samþykkt sem aðildarfélag að RSÍ

14 maí. 2019

Á 19. Þingi Rafiðnaðarsambands Íslands sem nú stendur yfir var tekin fyrir umsókn GRAFÍU um aðild að sambandinu. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma og sú vinna kynnt þingfulltrúum í aðdraganda þings. Atkvæðagreiðsla fór fram föstudaginn 10. maí og var umsóknin samþykkt með tæplega 60% atkvæða. RSÍ býður félagsmenn Grafíu velkomna í Rafiðnaðarsamband Íslands og hlakka til þess samstarfs sem framundan er.

Fyrir var GRAFÍA búin að afgreiða umsóknaraðild að sambandinu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Framundan er vinna við að undirbúa inngöngu félagsins í RSÍ sem tekur gildi samkvæmt samstarfssamningi 1. október 2019.

Til baka

Póstlisti