Fréttir

GRAFÍA harmar uppsagnir og ákvörðun Odda að hætta framleiðslu innbundinna bóka

24 okt. 2017

GRAFÍA stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum harmar ákvörðun Prentsmiðjunnar Odda að leggja af framleiðslu innbundinna bóka á fyrsta ársfjórðungi árs 2018.

Ákvörðunin felur í sér fækkun starfa sem eru mjög slæmar fréttir fyrir félagsmenn GRAFÍU og prentiðnaðinn. Búast má við að niðurstaðan sé óafturkræf varðandi framleiðslu innbundinna bóka í Odda en prentsmiðjan hefur framleitt langflestar íslenskar innbundnar bækur á liðnum áratugum. Um leið og tæki verða ekki til staðar til að stunda þessa vinnslu í Odda er hætta á að kunnátta þverri í framhaldinu.

Þessi niðurstaða ætti einnig að vera áhyggjuefni fyrir bókaútgefendur sem því miður hafa í stórauknum mæli leitað með vinnslu bóka úr landi undanfarin ár.

                Stjórn og trúnaðarráð GRAFÍU stéttarfélags

Til baka

Póstlisti