Golfmót iðnaðarmanna – úrslit
5 jún. 2018
Ólafur Einar Hrólfsson meistari á Golfmóti iðnaðarmanna
Golfmót iðnaðarmanna fór fram á Hólmsvelli í Leiru golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja 2. júní s.l. Veðurguðirnir léku við keppendur með ágætu “Leirulogni” og 8 stiga hita. 66 þátttakendur mættu til leiks.
Keppt var skv. punktakerfi með forgjöf um Birtu bikarinn en Lífeyrissjóðurinn Birta gaf farandbikar til mótsins. Einnig var keppt í höggleik án forgjafar. Keppendum var raðað á teiga og hófst mótið kl. 9.00 undir stjórn Guðbjörns Ólafssonar. Allir þátttakendur fengu afhenta teiggjöf sem voru golfboltar.
Fjölmargir stuðningsaðilar gáfu verðlaun til mótsins en fyrstu þrjú verðlaun í hvorri keppni voru inneign í Erninum. Örninn golfverslun veitti afslátt af inneignarbréfunum. Færum við stuðningsaðilum bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Ólafur Einar Hrólfsson sigraði mótið með 40 punkta og er því meistari Golfmóts iðnaðarmanna. Í öðru sæti varð Helgi Einarsson með 37 punkta og í þriðja sæti varð Gísli Þorgeirsson með 33 punkta. Helgi Runólfsson hlaut fyrstu verðlaun án forgjafar á 73 höggum en betra skor á seinni 9 holunum, í öðru sæti varð Hafsteinn Þór Friðriksson einnig á 73 höggum og í þriðja sæti varð Helgi Dan Steinsson á 79 höggum. Næstur holu á 16. holu var Helgi Pálsson 3,39 metra frá. Næstur holu eftir 3 högg á holu 18 var Helgi Runólfsson 2,28 metra frá.
Auk þess var dregið úr skorkortum sem voru fjölmörg, allir þátttakendur fengu útdráttarverðlaun áður en yfir lauk! Í mótslok, var boðið upp á lambalæri og bearnese sem þátttakendur nutu eftir fráæran og skemmtilegan keppnisdag.
Golfmót iðnaðarmanna verður næst haldið á Akureyri 1. september n.k. á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar.
Byggiðn, FIT, GRAFÍA, MATVÍS, Samiðn og RSÍ standa sameiginlega að mótunum.
Hér er hlekkur á úrslit mótsins: