Glæsilegur sumarbústaður til sölu
9 jún. 2015
Til sölu glæsilegur 40 ferm. bústaður ásamt 7 ferm. sérgeymslu. Húsið skiptist í forstofu, tvö góð svefnherbergi, sameiginlega stofu og borðstofu ásamt eldhúsi. Stórt og fallegt baðherbergi með sturtu. Í húsinu er 120 lítra hitakútur sem tryggir að ávallt er nóg af heitu vatni.
Ýmsar breytingar hafa verið framkvæmdar í gegnum tíðina. Þannig var smíðaður pallur í kringum allt húsið ásamt stórum neðri palli. Bað stækkað um helming og sérstök verkfærageymsla byggð. Þá hefur bústaðnum ávallt verið haldið mjög vel við.
Útsýni er sérlega fallegt í allar áttir og til staðar er mjög fallegur garður þar sem gróðursett hafa verið alls konar tré ásamt náttúrulegum gróðri sem fyrir var.
Sjá nánar hér