Framtíð náms í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum
7 nóv. 2013
Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina og IÐAN fræðslusetur standa fyrir málþingi um framtíð náms í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum fimmtudaginn 14. nóvember. Þar verða flutt erindi um nám í þessum greinum í Hollandi, stöðu námsins hér á landi og í Skandinavíu og fleira. Að erindum loknum verða umræður og fyrirspurnir. Málþingið verður haldið í sal Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða 27, gengið inn Grafarvogsmegin. Málþingið er öllum opið en skráning er á netfangið mottaka@idan.is
Dagskrá:
13.00 – 13.10 Opnun málþings – Georg Páll Skúlason formaður SUF
13.10 – 13.50 Henk Vermeulen framkvæmdastjóri GOC í Hollandi (www.goc.nl.)
– nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum í Hollandi og lifelong learning.
13.50 – 14.10 Baldur Gíslason skólameistari Tækniskólans – nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum í sögulegu samhengi frá árinu 2000.
14.10 – 14.30 Kaffi.
14.30 – 14.50 Yfirlit um nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum á Norðurlöndum.
14.50 – 15.10 Framtíðarstarfsmaðurinn í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum
– Guðbrandur Magnússon framkvæmdastjóri Landsprents.
15.10 – 16.00 Umræður og spjall.
Fundarstjóri: Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR