Framboð til stjórnar FBM 2014-2016
11 feb. 2014
Frestur til að skila inn framboði til stjórnarkjörs í FBM kjörtímabilið 2014-2016 rann út mánudaginn 10. febrúar kl. 16.00. Eitt framboð barst með tillögu um
Aðalmenn: Oddgeir Þór Gunnarsson, Önnu Helgadóttur og Óskar Jakobsson.
Varamenn: Ásbjörn Sveinbjörnsson, Hrönn Jónsdóttir og Guðmundur Gíslason.
Þau teljast því réttkjörin til næstu tveggja ára og taka til starfa á næsta aðalfundi félagsins 3. apríl 2014.
Stjórn FBM