Framboð til stjórnar FBM 2011
16 feb. 2011
FRAMBOÐSFRESTUR
vegna kosningu stjórnar og varastjórnar
Félags bókagerðarmanna 2011
rann út mánudaginn 14. febrúar s.l. Eitt framboð barst með þeim Önnu Haraldsdóttur, Páli Reyni Pálssyni og Þorkeli Svarfdal Hilmarssyni, og til varastjórnar, Elínu Sigurðardóttur, Hrafnhildi Ólafsdóttur og Stefáni Ólafssyni.
Þau skoðast því réttkjörin til næstu tveggja ára í stjórn félagsins en kjörtímabil þeirra hefst á næsta aðalfundi..
Reykjavík, 16. febrúar 2011
Stjórn Félags bókagerðarmanna