Framboð til stjórnar og formanns GRAFÍU
16 feb. 2024
Frestur framboða til stjórnar og formanns GRAFÍU voru auglýst og rann út vegna stjórnar 12. febrúar s.l.
Eitt framboð til formanns barst um Georg Pál Skúlason og er hann því réttkjörinn formaður 2024 – 2026. Framboð til stjórnar GRAFÍU barst um Ásbjörn Sveinbjörnsson, Hrönn Jónsdóttur og Jón Trausta Harðarson. Til vara Elínu Arnórsdóttur og Oddgeir Þór Gunnarsson. Ekki bárust fleiri framboð og eru þau því réttkjörin í stjórn 2024 – 2026.
Aðalfundur GRAFÍU verður haldinn mánudaginn 22. apríl 2024 kl. 17.00 á Stórhöfða 31. Nánar auglýst síðar.