Fréttir

Frádráttarbær hlutur launamanna í séreign að nýju 4%

2 des. 2010

Heimild með lögum sem veitti skattfrestun á hlut launamanns í séreignarsparnað sem nam allt að 6% af launum var í gildi á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010.  Því gildir nú að nýju að 4% framlag af hálfu launamanns er undanþegið staðgreiðslu skatta. Skattfrestun er sem fyrr einnig á 2% mótframlagi atvinnurekanda þar til kemur að útborgun séreignarsparnaðarins, en útgreiðslur eru sem kunnugt er tekjuskattskyldar skv. gildandi skattalögum á hverjum tíma.

sjá nánar á www.lifeyrir.is

Til baka

Póstlisti