Fréttir

Forseti ASÍ ávarpar Aung San Suu Kyi

15 jún. 2012

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). Ávarpið flutti forseti ASÍ fyrir hönd Norrænu verkalýðshreyfingarinnar á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf. Gylfi þakkaði Aung San Suu Kyi fórnfúsa baráttu hennar fyrir mannréttindum og ekki síður baráttu hennar fyrir réttindum launafólks í heimalandi sínu. Sjá nánari frétt á vef ASÍ www.asi.is

Til baka

Póstlisti