Flestir bókatitlar enn prentaðir á Íslandi
30 nóv. 2015
Prentstaður íslenskra bóka 2015
Bókasamband Íslands hefur kannað prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2015. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 334 og fækkar um 43 frá fyrra ári og sem hlutfall af heild dregst það saman milli ára um rúmlega 7%, er 51,8% í ár en árið 2014 var hlutfallið 59,1% á prentun bókatitla innanlands.
Mestu munar þó að margir af söluhæstu titlum ársins eru prentaðir erlendis í ár sem oftast hafa verið prentaðir innanlands.
Sjá nánar hér