Fréttir

Ferðastyrkir á Ipex 2014 og Nordiskt forum 2014

30 jan. 2014

Ferðastyrkir á IPEX 2014

Um er að ræða 15 ferðastyrki á IPEX 2014, sem fer fram dagana 24.–29. mars í London á Englandi.
Þeir sem eiga fulla félagsaðild að Félagi bókagerðarmanna og Prenttæknisjóði geta sótt um.
Ef umsóknir eru eiri en 15 verður dregið úr þeim. Hver styrkur nemur 100.000 krónum og verður greiddur út gegn framvísun aðgöngumiða á IPEX 2014.
Þeir félagar sem að fengið hafa styrki á sýningar undanfarin ár eru ekki í forgangi.
Umsóknum skal skilað inn á umsóknareyðublaði fræðslusjóðs FBM og Prenttæknisjóðs, hægt er að nálgast það hér
Umsóknarfrestur er til 14. febrúar. Tilkynnt verður hverjir hljóta styrki fyrir 18. febrúar.

Allar nánari upplýsingar:
INGI RAFN ÓLAFSSON sviðsstjóri prenttæknisviðs Sími 590 6400 ingirafn@idan.is
GEORG PÁLL SKÚLASON formaður FBM Sími 552 8755 georg@fbm.is

Nordiskt Forum 2014
Um er að ræða 10 ferðastyrki á Nordiskt Forum 2014, sem fer fram dagana 12.–15. júní í Malmö í Svíþjóð.
Þær konur sem eiga fulla félagsaðild að Félagi bókagerðarmanna og Prenttæknisjóði geta sótt um styrk.
Nordiskt forum er þing norrænna kvenna og hugmyndatorg jafnréttis.
Dagskráin verður mjög fjölbreytt þar sem þátttakendur geta m.a. sótt málstofur um margvísleg efni, einnig verða uppákomur og einstaklingar,
stofnanir og fyrirtæki verða með kynningar sem snúa að jafnrétti í sinni breiðustu mynd. ASÍ mun ásamt öðrum norrænum systrasamtökum, LO í Svíþjóð, LO í Danmörku, LO í Noregi og SAK í Finnlandi, verða með fræðsluerindi og dagskrá laugardaginn 16. júní, kl. 14–16.
Ráðstefnugjald er SEK 800. Síðasti dagur til að skrá sig á ráðstefnuna er 21. mars.
Heimasíða Nordiskt forum 2014 er www.nf2014.org þar er hægt að fnna yfirlit um dagskrána og skrá sig
til þátttöku. Icelandair býður hóptilboð á ugi í tengslum við ráðstefnuna. Félagskonur geta fengið sendar upplýsingar um þau tilboð í tölvupósti. Ef umsóknir eru eiri en 10 verður dregið úr þeim. Hver styrkur nemur 100.000 krónum og verður greiddur út gegn framvísun aðgöngumiða á Nordiskt forum 2014 Þeir félagar sem að fengið hafa styrki á sýningar undanfarin ár eru ekki í forgangi.

Umsóknum skal skilað inn á umsóknareyðublaði fræðslusjóðs FBM og Prenttæknisjóðs, hægt er að nálgast það hér
Umsóknarfrestur er til 14. febrúar. Tilkynnt verður hverjir hljóta styrki fyrir 18. febrúar.

Allar nánari upplýsingar:
HRAFNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR starfsmaður FBM hrafnhildur@fbm.is Sími: 552 8755.

Til baka

Póstlisti