Fréttir

Ferð eldri félaga GRAFÍU 18. ágúst s.l.

30 ágú. 2016

Árleg ferð eldri félaga GRAFÍU og maka þeirra var farin um Suðurland 18. ágúst s.l. Hópurinn sem taldi 64 lagði af stað frá BSÍ að morgni dags og hélt áleiðis til Hveragerðis þar sem Svanur Jóhannesson heiðursfélagi sýndi hópnum nýafhjúpuð skilti af listamönnum frá Hveragerði í Listigarðinum við Varmá og einnig var hverasvæðið skoðað þar sem nýbúið er að koma fyrir manngerðum goshver. Næst var haldið í Reykholt í mat hjá Mika. Eftir ljúffengt lamb og eftirrétt var ekið um Flúðir, í Skeiðarétt og að Flóaáveitunni á Brúnastaðaflötum. Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra var leiðsögumaður í ferðinni og Þórður Sigurðsson fyrrverandi bílstjóri hans í ráðherratíð Guðna ók rútunni. Það voru margar skemmtisögurnar og fróðleikur sem runnu uppúr Guðna á ferðalaginu. Að lokum var farið í bjórkynningu í Brugghúsið í Ölvisholti. Seinnipart dags var lagt af stað áleiðis til Reykjavíkur með viðkomu að leiði Bobby Fischer á Laugardælum. Georg Páll Skúlason og Þorkell Svarfdal Hilmarsson voru fararstjórar í ferðinni og mun Stefán Ólafsson gera ferðinni nánari skil í Prentaranum.

 DSC00075-small.jpg

DSC00113-small.jpg

DSC00115-small.jpg

DSC00121-small.jpg

DSC00126-small.jpg

DSC00130.jpg

DSC00159.jpg

DSC00167-small.jpg

DSC00194.jpg

DSC00225.jpg

 

Til baka

Póstlisti