Fréttir

Félagsmaður FGT vinnur til verðlauna

12 mar. 2012

lukka
Elsa Nielsen grafískur hönnuður hannaði klukkuna Lukku ásamt Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur. Hönnunin vann til verðlauna í umbúðarsamkeppni á vegum prentsmiðjunnar Odda og Félagi íslenskra teiknara og hlutu þær 150.000 króna inneign í prentsmiðjunni að launum.

Elsa og Þorbjörg starfa báðar sem grafískir hönnuðir á auglýsingastofunni Ennemm þar sem hugmyndin að klukkunni kviknaði.  Lukka nefnist klukkan sem er úr umhverfisvænum pappa og lítur út eins og lítill pappakassi sem eigandinn setur sjálfur saman ásamt klukkuverki og litaspjöldum í mörgum litum.

Til baka

Póstlisti