Fréttir

FBM verður Grafía – stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum

16 apr. 2015

Aðalfundur Félags bókagerðarmanna sem haldinn var 16. apríl 2015 samþykkti með öllum greiddum atkvæðum gegn tveimur að breyta nafni félagsins í

Grafía

– stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum

Aðrar lagabreytingar sem lagðar voru fram á fundinum voru samþykktar samhljóða. Kosning fór fram milli Hrannar Jónsdóttur og Jakobs Viðars Guðmundssonar í embætti ritstjóra. Hrönn hlaut kosningu með 26 atkvæðum gegn 11 atkvæðum Jakobs, auðir seðlar voru 2. Eftirtalin voru sjálfkjörin í embætti félagsins:

Skoðunarmenn reikninga: Tryggvi Þór Agnarsson og Hallgrímur P. Helgason aðalmenn og Páll Heimir Pálsson og Stefán Sveinbjörnsson til vara.

Fulltrúaráð Sameinaða lífeyrissjóðsins: Bragi Guðmundsson og Georg Páll Skúlason aðal og Svanur Jóhannesson og Sigurður Valgeirsson til vara.

Ritnefnd Prentarans: Jakob Viðar Guðmundsson, Lára Fanney Gylfadóttir og Þorkell Svarfdal Hilmarsson.

Laganefnd: Sæmundur Árnason, Bragi Guðmundsson og Georg Páll Skúlason. 

44 félagsmenn sátu fundinn. 

 

Sjá greinagerð vegna nafnabreytingar hér

Sjá skjal vegna lagabreytinga hér

 

 

 

Til baka

Póstlisti